Eldheit matarást í Vestmannaeyjum

Siggi Gísla og Berglind Sigmars eiga og reka veitingastaðin GOTT …
Siggi Gísla og Berglind Sigmars eiga og reka veitingastaðin GOTT í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Berglind Sigmarsdóttir

Hjónin Berglind Sigmarsdóttir og Sigurður Gíslason þarfnast vart kynningar við enda hafa þau glatt landsmenn með góðum mat og skemmtilegum matreiðslubókum í fjölda ára. Veitingastaðurinn GOTT í Vestmannaeyjum er vettvangurinn þar sem sköpunargleði þeirra og hugmyndafræði leikur lausum hala en við fengum þau til að grilla fyrir okkur eins og þeim einum er lagið og eins og búast mátti við var útkoman frábær.

Ljósmynd/Berglind Sigmarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Sigmarsdóttir

Grillaður humar með linguine-pasta í hvítlauksrjómasósu

  • 200 g ósoðið linguine-pasta

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta (samkvæmt leiðbeiningum á pakka)

Hvítlauksrjómasósa

  • 750 ml rjómi
  • 3 hvítlauksgeirar
  • kjúklingakraftur
  • 1 sítróna
  • salt
  • chiliflögur
  1. Aðferð:
  2. Saxið hvítlauk smátt.
  3. Sjóðið rjóma í potti niður til helminga eða þar til fer að þykkna.
  4. Setjið 2 tsk. af kjúklingakrafti út í.
  5. Bætið hvítlauk í.
  6. Smakkið til.
  7. Blandið svo soðnu pastanu út í sósuna

Hvítlaukssmjör

  • 150 g smjör
  • 3 hvítlauksgeirar maukaðir
  • ½ tsk. salt
  • 1 msk. steinselja, fínt söxuð

Aðferð:

  1. Blandið öllu saman og smyrjið á humarinn

Humar

  1. Pillið humarinn.
  2. Setjið hvítlaukssmjör yfir ásamt salti.
  3. Grillið á heitu grilli í stuttan tíma.
  4. Kreistið sítrónusafa yfir humarinn og setjið yfir pastað.
  5. Gott er að strá chiliflögum yfir eða nota ferskan chili.
  6. Grillið ykkar uppáhaldsgrænmeti og blandið við. Gott er að snöggsjóða brokkolíní og grilla létt.
  7. Einnig er hægt að nota kóngarækjur í stað humars og smakkast það einstaklega vel enda kóngarækjurnar frábærar á grillið.
Ljósmynd/Berglind Sigmarsdóttir
Lundahvíslarinn kallast þessi drykkur.
Lundahvíslarinn kallast þessi drykkur. Ljósmynd/Berglind Sigmarsdóttir
Ljósmynd/Berglind Sigmarsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert