Heimagerður bragðarefur á heimsmælikvarða

Ljósmynd/Linda Ben

„Hér höfum við alveg ótrúlega góðan heimagerðan jarðaberja og nammi bragðaref sem bæði börn og fullorðnir elska!“ segir Linda Ben um þessa uppskrift sem er úr hennar smiðju.

„Það er ofur einfalt að búa til bragðaref heima en það er líka talsvert ódýrara en að kaupa hann tilbúinn út í ísbúð. Það sem maður þarf að gera er að kaupa góðan vanilluís og setja hann í hrærivélina, ég notaði k-ið á hrærivélinni, og hræra ísinn rólega í nokkrar sek þannig að hann mýkist svolítið. Síðan smellir maður namminu og berjunum í hrærivélina líka og hrærir í smá stund, hellir svo ísnum í skálar og skreytir!“

Ljósmynd/Linda Ben

Bleikur og sætur jarðaberja bragðarefur

  • 1 líter vanillu ís
  • 100 g jarðaber + fleiri til að skreyta með
  • 40 g Trítlar
  • 50 g Síríus Sælkerabaksturs Súkkulaðiperlur

Aðferð:

  1. Setjið vanilluísinn í hrærivél og hrærið í nokkrar sek til að mýkja ísinn.
  2. Skerið jarðaberin í 4 hluta og bætið þeim út í ísinn ásamt trítlum og súkkulaðiperlum, hrærið þar til blandað saman.
  3. Skiptið ísnum í 4 glös og skreytið glösin með jarðaberjum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert