Svona eykur þú orkuna yfir daginn

Vatn, útvera og rúsínur eru orkugjafar sem má tileinka sér.
Vatn, útvera og rúsínur eru orkugjafar sem má tileinka sér. mbl.is/

Hér eru þrjár skotheldar aðferðir til að auka orkuna á auðveldan og áreynslulausan hátt. 

Vatn
Líkaminn samanstendur af um tveimur þriðju hlutum af vatni og ef þú stendur frammi fyrir ofþornun, þá hefur það áhrif á líkamann og heilann. Og það getur leitt til höfuðverkja, einbeitingaleysis og þreytu. Drekktu um einn og hálfan lítra á dag, þá í hvers kyns formi. Að drekka vatn dregur líka úr löngun í gosdrykki og aðra sæta drykki. 

Rúsínur
Rúsínur hafa oft verið sagðar sem hollt sælgæti, en þær innihalda mikið af vítamínum og steinefnum - og þær innihalda einnig C-vítamín sem styrkir ónæmiskerfið. Rúsínur eru virkilega góður valkostur við súkkulaðistykki sem gefur orku, en að öðru leyti er það ekki sérlega hollt. 

Útivera
Flest okkar könnumst við að hafa meiri orku yfir sumartímann en á veturna. Ástæðan gæti verið skortur á D-vítamíni yfir vetrarmánuðina sem við fáum frá sólinni, og stuðlar að orkuleysi og þreytu. Ef þú getur hraðað púlsinn utandyra með hreyfingu, þá eykur þú framleiðslu á endorfíni sem gerir það að verkum að skapið verður betra og þú færð meiri orku fyrir vikið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert