Kjúklingasalat með sinneps- appelsínudressingu og avacadómauki

Ljósmynd/Eyþór Rúnarsson

Hér erum við með dýrindis kjúklingasalat frá meistarakokknum Eyþóri Rúnarssyni sem ætti að æra óstöðugan. Við erum að dala um bragðsamsetningu á heimsmælikvarða.

Kjúklingasalat með sinneps- appelsínudressingu og avacadómauki

Sinneps-appelsínudressing

  • 2 msk. dijonsinnep 
  • 200 ml ólífuolía 
  • 2 msk. sojasósa  
  • 1 tsk. chilipaste
  • 2 stk. appelsína 
  • 4 kjúklingabringur 

Setjið allt nema kjúklingabringurnar í blender og blandið vel saman. Takið helminginn af dressingunni og hellið yfir kjúklingabringurnar og veltið þeim vel upp úr henni. Geymið hinn helminginn af dressingunni og berið fram með salatinu. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót og inn í 170 gráðu heitann ofninn í ca 30 min eða þar til þær hafa náð 73 gráðu kjarnhita. 

Avocadómauk

  • 2 stk. avocadó fullhreinsuð 
  • safi úr 2 lime 
  • 1 tsk. sambal oelek chili mauk 
  • 100 g af ristuðum kasjúhnetum 
  • 1 stk. fínt rifið hvítlauksrif 
  • 1/2 búnt Basil     
  • Sjávarsalt 
  • Svartur pipar úr kvörn

Setjið allt saman í matvinnsluvél og maukið saman smakkið til með saltinu og piparnum 

 

Salat 

  • 2 stk. appelsínur skrældar 
  • 1 stk. fennel 
  • 1 poki blandað salat 
  • 1 poki klettasalat 
  • 1 box kirsuberjatómatar 

Skerið appelsínurnar í falleg lauf, takið miðjuna úr fennelinu og skerið í þunnar skífur. Skerið tómatana í helming og blandið öllu saman í fat með salatinu skerið kjúklingabringurnar niður í mátulega bita og setjið yfir salatið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert