17. júní hnallþóra Evu Laufeyjar

Ljósmynd/Gott í matinn

Þetta er engin venjuleg terta heldur litrík og falleg pönnuköku terta eða hnallþóra sem sómir sér vel á hvaða þjóðhátíðar veisluborði sem er. Aðferðin er einföld. Pönnukökunum er einfaldlega staflað og rjómi og alls kyns góðgæti sett á milli. Úr verður dýrinds hnallþóra sem rennur ljúlega niður með kaffinu.

Pönnuköku hnallþóra

Pönnukökur

  • 2 stk. egg
  • 1 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1⁄2 tsk. kardimommur
  • smá salt
  • 3 msk. brætt smjör
  • 4 dl mjólk, 4-5 dl eða eftir þörfum

Fylling

  • 740 ml rjómi
  • 1 askja jarðarber
  • 1 askja bláber
  • góð berjasulta
  • 3 tsk. flórsykur

Pönnukökur - aðferð

  1. Þeytið egg og sykur saman þar til eggjablandan verður létt og ljós.
  2. Blandið þurrefnum saman við. Bætið því næst vanillu-, kardimommudropum, smjöri og mjólk út í og hrærið varlega í deiginu með sleif.
  3. Steikið pönnukökurnar á pönnukökupönnu í 1–2 mínútur á hvorri hlið.
  4. Kælið kökurnar vel áður en þið setjið á þær rjómafyllingu.
Fylling - aðferð
  1. Þeytið rjóma og bætið flórsykri saman við.
  2. Merjið 10 jarðarber með gaffli og blandið varlega saman við rjómann.
  3. Smyrjið pönnuköku með sultu og setjið vel af rjóma yfir, endurtakið leikinn þar til rjóminn klárast.
  4. Skreytið kökuna gjarnan með fallegum berjum t.d. bláberjum og jarðarberjum. Sigtið einnig smávegis af flórsykri yfir kökuna í lokin og kælið í ísskáp í 1-2 tíma áður en þið berið kökuna fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert