Pönnupítsur ófáanlegar á öllu landinu

Magnús segir að vandamálið hafi uppgötvast aðeins of seint.
Magnús segir að vandamálið hafi uppgötvast aðeins of seint. Ljósmynd/Aðsend

Pönnupítsur skyndibitakeðjunnar Dominos hafa verið ófáanlegar síðan á miðvikudag, en það er vegna vöruskorts hjá birgi fyrirtækisins. Magnús Hafliðason, forstjóri Dominos, staðfestir þetta.

„Þetta er mjög leiðinlegt og líka fyrir mig, en þetta er uppáhaldspítsan mín,“ segir Magnús í samtali við Morgunblaðið.

Að hans sögn hafa keðjunni ekki borist ákveðið innihaldsefni sem þarf til að hægt sé að gera þessa tegund pítsudeigs. Deigið sjálft er hins vegar, eins og annað deig Dominos, framleitt hér á landi.

„Þetta uppgötvaðist aðeins of seint hérna heima og við lentum í nokkurra daga bið,“ segir hann en kveðst fagna því að deigið sé loksins komið aftur til landsins. Reiknar hann með að pönnupítsurnar verði aftur komnar í sölu á mánudag eða þriðjudag. Spurður hvort þeim hjá Dominos hafi borist einhverjar kvartanir vegna þessa skorts svarar Magnús því játandi. „Við auðvitað finnum fyrir því að þetta er vara sem á mjög traustan aðdáendahóp og er sú eina sinnar tegundar á landinu, svo maður skilur það bara mætavel að fólk sé óánægt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert