Demi komin á fast með stjörnukokki

Demi Moore er ástfangin upp fyrir haus.
Demi Moore er ástfangin upp fyrir haus. mbl.is/CORBIS_Getty

Hann er margverðlaunaður stjörnukokkur og rekur meðal annars einn besta veitingastað heims Eleven Madison Park. Nú beinast spjótin að einkalífi kappans en meistarakokkurinn Daniel Humm og hin eina sanna Demi Moore hafa fellt saman hugi. 

Nýja parið birtist fyrst í myndrænu formi á Instagram nú á dögunum, er Demi póstaði myndum af þeim saman á reikningi sínum. Fyrsti orðrómurinn um rómantískt samband þeirra átti sér stað í mars fyrr á árinu, er þau sáust sitja á fremstu röð á tískusýningu í París. Síðar í mánuðinum var samband þeirra staðfest af tímaritinu People.

Daniel er einna þekktastur fyrir veitingastaðinn Eleven Madison Park á Manhattan, en hann byrjaði í matreiðslugeiranum einungis 14 ára gamall. Þegar hann var 24 ára fékk hann sína fyrstu Michelin stjörnu sem er alls ekki hans síðasta – því hann á nokkrar í veskinu fyrir utan annarskonar verðlaun. Hann hefur ritað fjölda bóka og nú skrifar hann falleg orð til nýju ástkonu sinnar á Instagram sem er auðvitað ekkert annað en nútíma ástarjátning eins og þær gerast bestar (og rómantískastar).

View this post on Instagram

A post shared by Daniel Humm (@danielhumm)View this post on Instagram

A post shared by Demi Moore (@demimoore)

Margverðlaunaður stjörnukokkurinn Daniel Humm.
Margverðlaunaður stjörnukokkurinn Daniel Humm. mbl.is/Jerritt Clark_Wire Image
mbl.is