Að kafna úr kynþokka í kjúklingaauglýsingu

Ljósmynd/Ellen von Unwerth

Hjónin Kourtney Kardashian og Travis Barker fagna ekki bara ástinni þessa dagana, því þau eru andlit í nýrri auglýsingaherferð fyrir vegan kjúklingfyrirtækið Daring.

Hér má sjá Kourtney í djörfum skærrauðum og svörtum undirfötum, á meðan skyrtulaus Travis stendur henni þétt við hlið með kjúklingafötu á milli læranna eða spaghettí pestó á milli tannanna. Allt tekið á munaðarfullan hátt eins og þeim sæmir.

Kourtney Kardashian og Travis Barker í nýrri auglýsingaherferð.
Kourtney Kardashian og Travis Barker í nýrri auglýsingaherferð. mbl.is/Ellen Von Unwerth

Kourtney er 95% vegan samkvæmt nánast öruggum heimildum og Travis hefur verið grænmetisæta síðan hann var unglingur – því var parið fullkomið í þessa skemmtilegu herferð. Kourtney segist í samtali vera meðvituð um hvað hún leggur sér til munns, þá fyrir sig og börnin sín. En þess má einnig geta að brúðarterta þeirra hjóna var eins marglaga sýningargripur, þar sem önnur hliðin var skreytt með rauðum rósum og grænum laufum sem féllu niður risastóru kökuna og á toppnum voru litlar fígúrur af pari.

View this post on Instagram

A post shared by Daring. (@daringfoods)

View this post on Instagram

A post shared by Daring. (@daringfoods)

mbl.is/Ellen Von Unwerth
mbl.is/Ellen Von Unwerth
mbl.is