Meðlætið sem fullkomnar grillmáltíðina

Girnilegasta meðlætið til þessa? Maður spyr sig.
Girnilegasta meðlætið til þessa? Maður spyr sig. mbl.is/Matarmenn

Við elskum ost í allskyns útfærslum – og hér er rjómaostur notaður sem fylling í grillaðar smápaprikur sem fólk á eftir að slást um. Það eru Matarmenn sem færa okkur þessa uppskrift og segja paprikurnar vera miklu meira en bara meðlæti.

Grillaðar smápaprikur með rjómaostafyllingu

  • 400 g paprikur
  • 1 askja rjómaostur með grillaðri papriku, chili eða graslauk.
  • 100 g ostur
  • Brauðrasp

Aðferð:

  1. Skerið paprikuna til helminga og rífið ostinn.
  2. Blandið saman ostinum og rjómaostinum í skál.
  3. Kveikið á grillinu á miðlungshita.
  4. Fyllið paprikurnar og stráið brauðraspi yfir.
  5. Grillið þar til fyllingin er farin að bráðna og paprikurnar ná fallegri grilláferð (um 15 mínútur).
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert