Nýjar og spennandi kaldar sósur á markað

Við elskum sósur og ekki síst þegar þær eru tilbúnar út í búð. Salathúsið hefur sett á markað fjórar nýjar sósur, sem eru hver annarri girnilegri.

Við erum að tala um bernaise-sósu sem búin er til úr alvöru bernaise hráefnum, hvítlauks- og pipar-dijon sósur sem unnar eru úr sýrðum grunni og svo jalapeno-lime-sósu sem bragðast ævintýralega.

Allar sósurnar eru í umbúðum úr 60-80% endurunnu plasti.

Að sögn Helenu Gunnars Marteinsdóttur, markaðsstjóra, hafa viðtökurnar verið framar björtustu vonum. Hugsunin hjá fyrirtækinu hafi verið að bjóða upp á meira úrval af léttari sósum sem sé ástæða þess að hvítlauks- og pipar-dijon sósurnar voru gerðar úr sýrðum grunni. Bernaise-sósuna þurfi ekki að kynna fyrir neinum en jalapeno-lime-sósan passi sérstaklega vel með öllum grillmat.

mbl.is