Nýtt og spennandi Ísey skyr með tiramisú-bragði

Nú er komin á markað ný og spennandi sérútgáfa af Ísey skyri sem verður aðeins á markaði í takmarkaðan tíma. Þriðja og nýjasta sérútgáfan af Ísey skyri er að þessu sinni með tiramisú-bragði og er þetta í fyrsta sinn sem MS setur á slíka vöru á markað.

Dulúðlegt landslag Landmannalauga prýðir nýju tiramisú-dósina og óhætt að segja að útlitið veki forvitni sem smellpassar einmitt við nýtt og forvitnilegt bragð.

„Sérútgáfurnar okkar hafa vakið mikla athygli síðustu misseri enda höfum við verið óhrædd við að setja á markað nýjar og spennandi bragðtegundir. Fyrsta sérútgáfan var með jarðarberjum og hvítu súkkulaði sem nú er komin í hefðbundnar Ísey skyr umbúðir og komið til að vera í hillum verslana. Það verður spennandi að fylgjast með viðtökum við nýja tiramisú-skyrinu og hver veit nema það verði lengur á markaði en plön gera ráð fyrir,“ segir Halldóra Arnardóttir, markaðsstjóri ferskvara hjá Mjólkursamsölunni.

Nýtt Ísey skyr með tiramisú-bragði er líkt og aðrar Ísey skyr bragðtegundir próteinríkt, fitulítið, kolvetnaskert og einstaklega bragðgott.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert