Nýju kaffihylkin eru lífræn og passa í Nespresso vélar

Ljósmynd/Te & Kaffi

Þau stórtíðindi berast úr herbúðum Te & Kaffi að nýju kaffihylkin frá þeim séu ekki bara umhverfisvæn heldur lífræn.

„Nýju kaffihylkin okkar innihalda ekki bara hágæða kaffi sem er ristað í umhverfisvænni kaffibrennslu heldur eru hylkin sjálf lífræn og flokkast því í brúnu tunnuna,“ segir Ása Ottesen, markaðsstjóri Te & Kaffi en ljóst er að þetta eru frábær tíðindi fyrir kaffiunnendur – þá ekki síst þá sem hafa haft illan bifur á sambærilegum hylkjum úr áli.

Að sögn Ásu var leitað logandi ljósi að umhverfisvænni kosti sem samræmist betur stefnu fyrirtækisins. „Það kom ekki til greina að nota hylki úr áli og við erum gríðarlega ánægð með að hafa fundið þess lausn fyrir hylkjavélarnar. Hylkin sjálf eru 100% lífræn og bragðgæði kaffisins stenst allar okkur kröfur.“

Kaffihylkin henta fyrir Nespresso og aðrar sambærilegar hylkjavélar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert