Spaghetti Carbonara að ekta ítölskum hætti

Ljósmynd/Jón Arnar Guðbrandsson

Hér erum við með eina allra þekktustu uppskrift ítalskrar matarmenningar; sjálft carbonarað. Það er enginn annar en Jón Arnar Guðbrandsson, meistarakokkur og eig­andi Grazie Tratt­oria sem galdraði fram þessan rétt fyrir okkur.

Spaghetti Carbonara

  • Spaghehetti 80 g
  • 1 egg
  • 1 msk. parmesan ostur 1 msk
  • 1 msk. skorið Guanciale (reykt svínakynn)(má nota bacon ef þú finnur ekki guanciale)
  • ólífuolia til steikingar og suðu
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

Vatn sett í pott ásamt 1 tsk. salt og 1 msk. olífuuoliu. Mikilvækt að hafa pottinn 75% fullan þannig að suðan detti ekki niður þegar pastað er soðið. Þegar suðan er komin upp þá er pastað sett út í. Soðið i 5-7 mín fer eftir tegund en oftast gefið upp á umbúðum hvað pastað á að sjóða lengi. Reynið að nota gæða pasta sem er gert úr 00 hveiti og er koparskorið, þetta pasta er dýrara en gæðin eru margfallt betri.

Þegar spaghettíið er orðið al dante þá er það tekið úr vatninu og kælt strax með því að láta renna á það kalt vatn, þetta er gert til þess að stöðva suðuna á pastanu. Síðan er vatnið sigtað frá og olífuolíu helt yfir pastað til þess að festist ekki saman. Síðan er sett vatn í pott og suðan látin koma upp til að hita pastað aftur á eftir áður en við setjum það yfir í sósuna sem við erum að fara að gera.

Hitið pönnun mjög vel og setja smá olifuolíu á hana. Á meðan skal skera Guanciale og það sett á pönnuna og steikt þangað til það er orðið mjög krispí. Þá er spaghettíð sett í sjóðandi vatnið í sirka 10 sek. og síðan sett á pönnuna með Guanciale.

Því næst er eggið brotið í skál og þeytt upp með písk. Síðan er spaghettíið og guanciale sett varlega saman við 2 matskeiðar af rifinum parmesan. Blandið varlega saman og smakkað til með salti og pipar.

Ferskri steinselju stráð yfir og parmesan.

Ljósmynd/Jón Arnar Guðbrandsson
Jón Arnar Guðbrandsson
Jón Arnar Guðbrandsson Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert