Pastapokinn snýr aftur í sumar

Taska sem er eins og pakki af pasta er það …
Taska sem er eins og pakki af pasta er það sem fólk heillast af þessi dægrin. Mbl.is/Nik Bentel

Pastapokinn eða taskan, réttara sagt, naut það mikilla vinsælda síðasta sumar að hér er hún mætt í nýrri útgáfu.

Það er hönnuðurinn Nik Bentel sem á heiðurinn að handtöskunum sem líta út eins og pakki af pasta. Listamaðurinn fékk ómælda athygli og ummæli síðastliðið sumar er hann birti myndir af töskunni á Twitter og ætlaði allt um koll að keyra - enda seldust töskurnar upp á mettíma. Hann ákvað því að gera nýja útfærslu af töskunum þetta sumarið og í takmörkuðu magni, rétt eins og á síðasta ári. Hann hefur bætt fyrri útgáfuna varðandi gæði efnanna og liti í leðrinu og segist hann vera spenntur fyrir útkomunni. Og fyrir alla pastaáhugamenn og konur þarna úti, þá má nálgast töskuna HÉR.

Mbl.is/Nik Bentel
Mbl.is/Nik Bentel
mbl.is