Mögulega fallegasta kaffihús síðari ára

Ofsalega fallegt kaffihús sem finna má í Montreal.
Ofsalega fallegt kaffihús sem finna má í Montreal. Mbl.is/Alex Lesage

Cafe Constance er staðsett í Montreal, nánar í sömu byggingu og balletskóli – sem útskýrir hönnun staðarins betur. En hér erum við mögulega að sjá fallegasta kaffihús síðari ára.  

Fölbleikir plísseraðir ljósaskermar hanga neðan úr loftinu og minna einna helst á balletpils sem svífa yfir gestum og gangandi. Allt er með leikrænum áhrifum hvað innréttingar varðar, þar sem gylltir díteilar eru allsráðandi ásamt hnotu og flauel. Skrautleg veggfóður og teppi á gólfum setja sinn svip á staðinn sem er hið venjulegasta kaffihús á daginn og rómaður vínbar á kvöldinn.

Mbl.is/Alex Lesage
Mbl.is/Alex Lesage
Mbl.is/Alex Lesage
Mbl.is/Alex Lesage
Mbl.is/Alex Lesage
mbl.is