Við höfum verið að nota rör bandvitlaust

Ljósmynd/MS

Þessi litla athugasemd sem við rákumst á á netinu, hefur fengið okkur til að efast um hvort við höfum verið að nota sogrör rétt í öll þessi ár.

Litlu djúsfernurnar sem koma með röri á bakinu líta nú allt öðruvísi út í okkar augum eftir að við rákumst á þetta snjalla ráð á Twitter. Hér má sjá hvernig nota má rörið á tvo mismunandi vegu þegar drukkið er úr fernunni. Annars vegar með bogna endann upp úr og hinsvegar með bogna hluta rörsins ofan í fernunni. 

Þetta kann að hljóma galið í augum okkar hér sem höfum alltaf stungið beina hlutanum niður en það sem gerist ef bogna endanum er stungið fyrst niður er tvennt: í fyrsta lagi dropar ekki úr rörinu eins og gerist annars og hins vegar er auðveldara að hreyfa rörið á botninum og ná upp öllum vökvanum úr fernunni.

Prófið þetta endilega næst og sjáið hvað ykkur finnst.

Hvernig snýrð þú rörinu í fernunni?
Hvernig snýrð þú rörinu í fernunni? Mbl.is/@romanbuso21
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert