Hefur þú prófað að elda kjúklinginn svona?

Hér hangir kjúklingurinn í ofngrindinni og eldast því jafnt allan …
Hér hangir kjúklingurinn í ofngrindinni og eldast því jafnt allan hringinn. mbl.is/Helga Magga

Næringarráðgjafinn Helga Magga, deildi því nú á dögunum hvernig hún eldaði kjúklingaleggi á óvenjulegn hátt. Festi hún kjúklinginna á ofngrindina þannig að þeir héngu í lausu lofti. Ekki fylgdi sögunni hvað hún notaði til verksins en við reiknum með að það hafi verið góður vír. 

Kjúklingur í lausu lofti

  • Kjúklingaleggir, magn fer eftir fjölskyldu
  • Ein sæt kartafla
  • Nokkrar kartöflur
  • Brokkolí eftir smekk
  • Salt og pipar
  • Hvítlaukskrydd
  • Kjúklingakrydd

Aðferð:

  1. Skerið grænmetið í litla bita og setjið í eldfast mót. Kryddið vel með salti, pipar og smá hvítlauk.
  2. Setjið inn í ofn við 200 gráður í 10 mínútur (aðeins á undan kjúklingnum).
  3. Kryddið kjúklinginn með kjúklingakryddi og hvítlauk. Leggjunum er svo stungið upp í bökunargrindina og reynið að láta þá hanga yfir eldfasta mótið því vökvinn mun leka af leggjunum ofan í grænmetið. Eldið kjúklinginn í 30 mínútur.
mbl.is/Helga Magga
mbl.is