Klósettburstatrixið sem þú verður að kunna

Klósettburstar eru kannski ekki fallegasta heimilisprýðin, en þörf er á gripnum eftir harðar ferðir á salernið. Hér bjóðum við upp á aðferð sem mun gjörbreyta öllu hvað burstann varðar.

Til þess að klósettburstinn virki betur en bara sem bursti, þá er stórsnjallt ráð að sprauta nóg af raksápu ofan í sjálft burstaglasið. Eða beint á burstann þegar þú grípur hann í hönd og rennir honum eftir póstulínsskálinni til að þrífa. Þú færð ekki bara áhrifaríkari þrif, því ilmurinn sem eftir situr er auka bónus í kladdann.

mbl.is