Lækka verð á bjór í júlí

Ljósmynd/Colourbox

Verðhækkanir blasa við á öllum sviðum mannlífs þessi misserin og því er mikilvægt að hafa augun og eyrun opin fyrir góðum tilboðum. Í júlí lækkar verðið á Viking Lite umtalsvert en mánuðurinn er einn stærsti sölumánuður ársins fyrir bjór í ÁTVR.

Verðið á Viking Lite í 330 ml dós fer úr 305 kr. og í 249 kr. og verð á 500 ml dós fer úr 379 kr. í aðeins 305 kr.

Einar Snorri Magnússon, forstjóri CCEP á Íslandi.
Einar Snorri Magnússon, forstjóri CCEP á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Breyttu uppskriftinni

„Við kynntum nýverið nýjan og betri Víking Lite til leiks þar sem við breyttum aðeins uppskriftinni á bjórnum sjálfum og tókum svo góðan snúning á umbúðunum og færðum þær í aðeins nútímalegra horf,“ segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri CCEP á Íslandi.

Einar segir að mikil aukning hafi verið í sölu á bjór sem er með minna af hitaeiningum síðustu misserin og er Víking Lite á meðal vinsælustu Lite-bjóranna í Vínbúðinni. Ekki skemmir fyrir að hann er glútenfrír, kolvetnaskertur og inniheldur færri kaloríur en hefðbundinn lagerbjór og ætti því að vera hentug lausn fyrir þau sem vilja léttan bjór með færri hitaeiningum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert