Súkkulaðiís með heitri dökkri piparmyntusúkkulaðiíssósu og Nóa kroppi

Ljósmynd/Linda Ben

„Ef þú vilt taka ísinn þinn upp á annað stig með heimalagaðri íssósu þá er þetta sósan fyrir þig!“ segir Linda Ben um þessa uppskrift sem hægt er að mæla heilshugar með.

„Hér höfum við alveg svakalega góða þykka piparmyntuíssósu úr dökku súkkulaði. Hún er rosalega einföld að gera, maður einfaldlega hitar svolítið af rjóma og bræðir súkkulaðið saman við. Best er svo að hella sósunni yfir ísinn á meðan hún er enn þá svolítið heit þar sem hún sósan er þykk, namm svo gott!“

Súkkulaði ís með heitri dökkri piparmyntusúkkulaðiíssósu og Nóa kroppi

  • 100 g Síríus pralín-súkkulaði 56% með pipp-fyllingu
  • ½ dl rjómi
  • Súkkulaðiís
  • Nóa Kropp

Aðferð:

  1. Hitið rjómann í litlum potti að suðu. Takið pottinn af hitanum og brjótið súkkulaðið ofan í pottinn, hrærið í með sleikju þar til súkkulaðið hefur bráðnað og samlagast rjómanum.
  2. Hellið sósunni í litla sósukönnu.
  3. Setjið súkkulaðiís í skálar, setjið vel af Nóa kroppi yfir ísinn og hellið svo sósunni yfir.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert