Meðlætið sem smellpassar með steikinni

Burrata ostur er vinsæll forréttur.
Burrata ostur er vinsæll forréttur. mbl.is/Getty

Við elskum sumar, við elskum burrata og við elskum trufflur! Þeir sem eru sama sinnis ættu ekki að láta þetta yndisaukandi salat fram hjá sér fara sem smellpassar með steikinni eða sem forréttur, sem og léttur réttur með ísköldu hvítvínsglasi.

Sumarlegt salat burrata og trufflu

  • 1 burrata
  • 4 grænir aspas
  • 1 handfylli af myntu og timíangreinum
  • 1 handfylli af villtum sígóríu (má skipta út fyrir rucola eða annað salat)
  • 1 dl jómfrúarolía
  • Nýmalaður pipar og sjávarsalt
  • 25 g fersk truffla

Aðferð:

  1. Skolið aspasinn í köldu vatni og brjótið rótarendann af. Skerið hann í sneiðar örlítið á ská þannig að þið fáið ílangar, þunnar sneiðar.
  2. Skerið rótina af villtu sígóríunni, skolið og opnaðu blöðin.
  3. Skolaðu kryddjurtirnar, taktu af stilkunum.
  4. Setjið burrata á fat og tosið ostinn aðeins í sundur. Dreifið aspassneiðum og kryddjurtum ofan á.
  5. Bætið salti, nýmöluðum pipar og ólífuolíu yfir og endið með þunnum sneiðum af trufflu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert