Gunnar Karl samgleðst eigendum ÓX

Gunnar Karl er einn þekktasti kokkur landsins.
Gunnar Karl er einn þekktasti kokkur landsins. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Gunnar Karl Gíslason, eigandi veitingastaðarins Dill, samgleðst eigendum Óx, sem fengu Michelin-stjörnu sl. mánudag. Er þetta í fyrsta skipti sem tveir íslenskir veitingastaðir hafa stjörnu samtímis, en Dill fékk slíka stjörnu fyrst árið 2017 og er áfram með hana nú.

„Ég segi alltaf að því fleiri staðir, því betra. Ég trúi því að þetta muni styrkja stöðu Íslands sem matarþjóðar og sem áhugaverðan áfangastað fyrir ferðamenn,“ segir Gunnar. Veitingastaðurinn Dill hefur haldið í sína stjörnu frá árinu 2020, auk þess sem hann hlaut núna Grænu stjörnuna, en hún er veitt sjálfbærum veitingastöðum. Óx mun færa veitingahúsið til á Laugaveginum og er nýi staðurinn skammt frá Dilli.

Gunnar segir að það verði engin samkeppni milli þeirra þar sem báðir staðir hafi nóg við að fást.

„Það verður allt í góðu hérna á Laugaveginum þar sem við erum allir góðir vinir í veitingageiranum.“

Gunnar segir marga ferðamenn leggja leið sína til Íslands í von um að snæða á veitingastað gæddum Michelin-stjörnu og margir hafi bókað borð marga mánuði fram í tímann: „Það er auðvitað mikil pressa, en líka ótrúlegur heiður að einhver sé að leggja slíkt á sig til að koma og borða á staðnum.“ Hann er handviss um það að fleiri veitingastaðir hljóti Michelin-stjörnuna í nálægri framtíð, þar sem sífellt meira sé lagt upp úr gæðum í veitingageiranum og þar af leiðandi muni töluvert fleiri ferðamenn heimsækja landið.

Þessa dagana vinnur Dill hörðum höndum annars vegar að rekstri veitingastaðarins í miðbænum og hins vegar að því að leggja lokahönd á uppbyggingu systurveitingastaðar á Akureyri. Gunnar segir miklar vonir um að staðurinn nyrðra verði opnaður í byrjun ágúst. Staðurinn mun leggja mikla áherslu á sjálfbærni og notast að mestu leyti bara við hráefni frá Norðurlandi, en fimm rétta matseðill verður á boðstólum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »