Lúsmývörnin sem fær frábær meðmæli

Við erum endalaust að leita að lausninni við lúsmý fyrst þessi óværa virðist komin til að vera. Við höfum hér á matarvef mbl.is reglubundið birt góð ráð frá hinum og þessum og mælt með vörum sem sagðar eru reynast vel.

Og enn og aftur erum við búin að finna vöru sem er vel þess virði að kanna nánar. Um er að ræða armbönd sem kallast Parakito og innihalda þunnar plötur sem innihalda náttúrulega ilmkjarnaolíur sem eiga að fæla í burtu lúsmý, moskítóflugur og sambærilegar flugur (miðað við umsagnir á samfélagsmiðlum og í erlendum greinum). Armböndin eru stillanleg, létt og þægileg á úlnliðinn eða ökklann og þú átt ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að flugurnar leggi til árásar ef marka má umsagnirnar.

Armböndin fást orðið í flestum verslunum en einnig er hægt að fá náttútuleg sprey frá sama fyrirtæki sem virkar afar vel á lúsmý og sambærilegar flugur og flær sem angra landsmenn nær og fjær.

Parakito spreyin innihalda náttúrulegar olíur ásamt því að vera með einkaleyfisvarða tækni sem á að auka virkni virku efnanna sem og verja húðina. Innihaldsefni þessarar flugnafælu eru sögð 99% náttúruleg sem og án DEET og alkóhóls.

Gott er að hafa í huga að flugurnar fara helst á stjá á kvöldin þegar kyrrt er og leita þá mikið inn um glugga en því er meðal annars mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að þær komist inn með því að loka gluggum á kvöldin og nóttunni eða setja net fyrir svo þær komist ekki inn. Að auki er gott að hafa viftu í gangi í svefnherberginu að næturlagi til þess að koma hreyfingu á loftið sem og sofa í náttfötum. Önnur áhrifarík leið er að bera á sig öflugar flugnafælur og mögulega að notast við armbönd sem kunna að koma í veg fyrir að flugurnar sæki í þig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert