„Bae bað um samloku“

„Bae bað um samloku“ – var yfirskrift Kylie Jenner á Instagram er hún sýndi á reikningi sínum hvernig hún masteraði samlokugerð í eldhúsinu, betur en margur annar.

Travis Scott eiginmaður Kylie, varð ekki fyrir vonbrigðum með konuna sína er hún fór í gegnum samlokugerð með 356 milljón fylgjendum sínum á Instagram. Þar sýndi hún úrval af hráefnum sem átti að fara á samlokuna, salat, súrar gúrkur, lauk, kalkún og salami. Eins bætti hún við sinnepi áður en hún smellti lokunni saman og merkti barnsföður sinn á myndirnar sem hún birti á miðlinum.

Kylie lét þar þó ekki við sitja og útbjó aðra eins loku fyrir sig sjálfa, nema þar sleppti hún sinnepinu og setti majónes í staðinn. Að lokum birti hún stutt myndskeið af sjálfri sér bíta í samlokuna ásamt Travis og börnunum þeirra. Og við getum nánast fullyrt að einhverjir fylgjendur hafi stokkið til og farið í sambærilega samlokugerð eftir að hafa séð þetta.

Kylie Jenner útbjó girnilega samloku handa manninum sínum sem sló …
Kylie Jenner útbjó girnilega samloku handa manninum sínum sem sló í gegn. mbl.is/Kylie Jenner Instagram
mbl.is/Kylie Jenner Instagram
mbl.is/Kylie Jenner Instagram
mbl.is