Þróuðu grillkjöt eftir óskum neytenda

Rib-eye steikin.
Rib-eye steikin. Ljósmynd/Ali

Við könnuðum hvað neytendur óskuðu eftir að sjá í vöruúrvalinu hjá okkur. Við fengum hafsjó af frábærum hugmyndum frá neytendum sem kjötmeistarar Ali þróuðu svo áfram, eftir þróunarferlið varð til Sérvalda línan sem hentar einstaklega vel á grillið,“ segir Helena Marteins Gunnars um nýju grillvörurnar frá Ali en línan er komin i verslanir. Á umbúðum QR kóðar á með einföldum eldunarleiðbeiningum þannig allir ættu að geta slegið upp dýrindis grillveislu.

„Í nýju vörulínunni má finna þykkari ribeye steikur og grísalund Chateaubriand sem eru sérstaklega sérvaldnar og snyrtar af kjötmeisturunum okkar og eru fáanlegar í tveimur ljúffengum marineringum annars vegar með hvítlauk & kryddjurtum og í Dijon kryddlegi og eru því tilbúnar beint á grillið,“ segir Helena.

Grísa Ribeyeið hentar einstaklega vel sem safarík og bragðgóð grillsteik sem er tilbúin beint á grillið hvort sem það á að slá upp ilmandi veislu heima fyrir eða í ferðalaginu.

„Grísalund Chateaubriand úr sérvöldu línunni er síðan besti skurðurinn úr miðri lund sem er sérvalin og snyrt af kjötmeisturunum okkar. Lundin er því einstaklega mjúk, safarík og ljúffeng á bragðið,“ segir Helena en Chateaubriand hefur ekki verið algeng hér á landi þrátt fyrir að vera ein þekktasta steik heims.

Chateaubriand er að sjálfsögðu frönsk að uppruna og er, eins og kemur fram hér að ofan, miðjustykkið úr lundinni. Á öldum áður var algengt að skíra rétti í höfuðið á landeigandanum þar sem rétturinn var þróaður. Þannig var samlokan búin til á landareign jarlsins af Sandwich og það sama gildir um Chateaubriand með þeirri undantekningu að steikin góða telst enn vera sérnafn og heldur hástafnum í upphafi.

Eldunarleiðbeiningar/uppskriftir eru að finna HÉR og HÉR

Chateaubriand steikin góða.
Chateaubriand steikin góða. Ljósmynd/Ali
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert