Hunangstrufflu-BBQ-snakk í boði Nicki Minaj

Söngkonan Nicki Minaj með nýja bragðtegund í snakki.
Söngkonan Nicki Minaj með nýja bragðtegund í snakki.

Söngdívan Nicki Minaj kann gott snakk að meta – en hún er að setja sína eigin bragðtegund á markað í samstarfi við snakkframleiðandann Rap Snacks.

Nýja bragðtegundin kallast „The Barbie-Que Honey Truffle Potato Chips“, og er vísun í gælunafn sem aðdáaendur söngkonunnar hafa gefið henni „Barbie“.

Rap Snacks segir þetta vera upphaf að goðsagnakenndu samstarfi sem kynnt var á menningarhátíðinni ESSENCE í byrjun júlímánaðar og stóð yfir í fjóra daga – og hátt í 500 þúsund manns sóttu heim.

Þetta er þó ekki fyrsta samstarfið sem Rap Snacks gerir við stórstjörnur, því framleiðandinn hefur einnig starfað með Rick Ross, Migos og Lil Baby, með úrval af mat og drykkjum.

mbl.is