Hreingerningarsérfræðingur afhjúpar subbulega staðreynd

Betra er að kela á hreinni dýnu en óhreinni.
Betra er að kela á hreinni dýnu en óhreinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Við erum formlega komin með uppáhalds hreingerningarsérfræðing og það er TikTok stjarnan Vaneza Valdez sem er með yfir fimm milljónir fylgenda á samfélagsmiðlinum.

Þar deilir hún góðum þrifráðum en vinæslasta myndbandið hennar sýnir hvernig þrífa á rúmdýnuna en fæstir þrífa rúmdýnuna sína reglulega sem er frekar ógeðslegt ef við spáum í það.

Valdez segir að æskilegt sé að þrífa rúmdýnuna einu sinni á ári.

Það sé gert með eftirfarandi hætti:

  1. Ryksugið dýnuna.
  2. Sáldrið matarsóda yfir hana og látið liggja á í 10 klukkkustundir hið minnsta.
  3. Ryksugið dýnuna aftur.
  4. Úðið með heimatilbúnu hreingerningarefni.
  5. Skrúbbið bletti varlega með tannbursta.
  6. Látið dýnuna þorna.
  7. Og þá er dýnan tilbúin.

Heimatilbúið hreingerningarefni:

  • 2 bollar vatn
  • 1 bolli vetnisperoxíð
  • 5 dropar af glærum uppþvottalegi
  • 5 dropar af ilmkjarnaolíu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert