Þetta húsráð höfum við aldrei séð áður

Mbl.is/facebook.com

Spennan heltekur okkur (svona næstum því) við að deila þessu húsráði sem við rákumst á og inniheldur þrif á vaski með uppþvottavélartöflu. Töflurnar góðu koma oftar en ekki til sögunnar í hagnýtum þrifráðum.

Hér ræðir um að þrífa niðurfallið í eldhúsvaskinum, sem er gott að gera annað slagið þar sem matarleifar og önnur óhreinindi rata þar niður oft á dag. Þú einfaldlega tekur uppþvottavélartöflu og leggur hana á niðurfallið í vaskinum. Því næst sýðurðu vatn í potti og hellir því yfir töfluna þannig að hún smátt og smátt leysist upp. Þannig þrífur þú niðurfallið og skilur það eftir með góða angan í leiðinni.

mbl.is