Bjóða frítt gos út af „dottlu“

mbl.is/Hákon Pálsson

Fólk og fyrirtæki voru ekki lengi að taka við sér þegar gosið hófst en Domino’s reið á vaðið og býður frítt gos með öllum pöntunum í dag.

Búast má við að fleiri stökkvi á vagninn og bíðum við hér á Matarvef mbl spennt eftir því. Ef einhverja vantar ráð þá mælum við með klassískum lava-kökum en það eru litlar súkkulaðikökur með fljótandi miðju. Einnig reiknum við með spennandi útgáfu af skyri frá MS og svo ætti Góa að bjóða upp á hátíðartilboð á Hrauni.

Hægt er að fylgjast með gosinu í beinni HÉR.

mbl.is