Sykurlausar banana- og súkkulaðibollakökur

Ljósmynd/Linda Ben

Þessi uppskrift er algjörlega geggjuð því hún er sykurlaus! Þeir sem elska góðar kökur en vilja halda sig frá sykrinum ættu að geta glaðst yfir þessari dásemd sem kemur úr smiðju Lindu Ben. Ein af þessum uppskriftum sem hitta 100% í mark.

Sykurlausar banana- og súkkulaðibollakökur

  • 3 þroskaðir bananar
  • 200 g haframjöl
  • 2 egg
  • 50 g kókosolía
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 1 tsk. matarsódi
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 1 tsk. kanill
  • 200 g bláber
  • 100 g sykurlaust Síríus-rjómasúkkulaði

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir- og yfirhita.
  2. Stappið bananana í skál þar til þeir eru orðnir að mauki, bætið þá eggjum, haframjöli, bræddri kókosolíu, vanilludropum, matarsóda, lyftidufti og kanil út í skálina og hrærið allt vel saman.
  3. Skerið sykurlausa rjómasúkkulaðið gróft niður og blandið saman við ásamt bláberjunum.
  4. Setjið pappírsbollakökuform í bollakökuálbakka og skiptið deiginu á milli formanna. Bakið í 25 mín. eða þar til kökurnar eru aðeins byrjaðar að brúnast.
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert