Steikingaraðferðin sem gerir beikonið extra stökkt

Beikon er geggjað gott!
Beikon er geggjað gott! Ljósmynd/Cravings by Chrissy Teigen

Er þetta snargalin aðferð til að steikja beikon eða er þetta gargandi snilld? Það verður hver og einn að meta, en að mati kokksins er þetta eina leiðin til að fá beikonið fullkomlega stökkt.

Beikon hefur nokkrum sinnum komið fram á varirnar hér hjá okkur á matarvefnum og það ekki að ástæðulausu – enda stórkostlega gott. Beikon má útfæra á marga vegu í eldhúsinu, en til þess að það fái hina fullkomnu áferð heldur kokkurinn Roice Bethel því fram að við eigum að steikja það upp úr vatni. Kokkurinn birti myndskeið á TikTok, þar sem hann fer ítarlega yfir hvernig best sé að steikja fitugu strimlana okkar og þar setur hann vatn út á pönnu sem hann steikir beikonið upp úr. Þannig mun kjötið ekki ofeldast né brenna og fitan í beikoninu verður upp á tíu. Við hér á matarvefnum erum alltaf opin fyrir nýjum hugmyndum og munum að sjálfsögðu prófa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert