„Ekkert sem toppar kvöldmat með mömmu“

Sandra og David Beckham.
Sandra og David Beckham. Ljósmynd/David Beckham-Instagram

„Það toppar ekkert kvöldmat með mömmu,“ skrifar David Beckham um þessa mynd en hann var mættur í mat til mömmu sinnar þar sem boðið var upp á kræsingar að breskum hætti.

Í aðalrétt var reykt skinka, kartöfluflögur, ananas, steikt egg, hrásalat og baunir en Beckham deilir því að það hafi verið uppáhalds maturinn hans þegar hann var yngri.

Í eftirrétt var svo boðið upp á sultufylltan kleinuhring og tebolla.

Ljóst er að miklir kærleikar eru milli mæðginanna sem er fallegt að sjá.

mbl.is