Undurfagurt sumarbústaðareldhús Siennu Miller

Sienna Miller utan á nýjasta tölublaði AD.
Sienna Miller utan á nýjasta tölublaði AD.

Í nýjasta tölublaði AD er farið í heimsókn til bresku leikkonunnar Siennu Miller. Um er að ræða sumarhús sem búið er að gera upp að miklu leiti án þess þó að glata upprunalegu útliti hússins. Húsið er staðsett í 45 mínútna akstri frá London og segist Miller hafa keypt það þegar hún var einungis 25 ára gömul. Húsið hafi alla tíð síðan verið athvarf hennar en hún hafi þó ekki hafist handa við að gera það upp fyrr en í heimsfaraldrinum. Þá hafi hún fengið þá hugmynd að biðja vinkonu sína sem er leikstjóri og jafnframt smekklegasta manneskja sem Miller segist þekkja til að endurhanna húsið. Þar sem vinkonan hafi verið verkefnalaus á þeim tíma hafi hún samþykkt og í sameiningu hafi þær tekið húsið í gegn. 

Ljósmynd/Simon Upton/AD

Útkoman er æðisleg og hér að neðan má sjá myndband þar sem Miller sýnir húsið í heild sinni. Eldhúsið er hins vegar okkar uppáhald og segir Miller að það sé þar sem hjartað í húsinu slær. Hún elski að elda og eldhúsið sé fullkomið til þess að halda stórar veislur og skemmtileg matarboð.

mbl.is