Súkkulaðibomba að hætti Victoriu Beckham

Victoria Beckham og súkkulaðikakan góða sem bökuð var af Berglindi …
Victoria Beckham og súkkulaðikakan góða sem bökuð var af Berglindi Guðmundsdóttur.

Þetta eru nú ekki orð sem maður tengir alla jafna saman: Victoria Beckham og brownie. Engu að síður er þetta uppskrift sem kemur frá henni og hún deildi með tímaritinu People.

Það er Berglind Guðmunds á GRGS.is sem ákvað að prufa kökuna sem stóð fyllilega undir væntingum enda væri það ólíkt frú Beckham að gefa glataða uppskrift.

En hér er uppskriftin í öllu sínu veldi og ef það er einhvern tímann tilefni til að skella í góða köku þá er það núna.

Brúnkur að hætti Victoriu Beckham

 • 225 g smjör
 • 400 g sykur
 • 225 g hveiti
 • 60 g kakó
 • 1 tsk. vanillusykur
 • 1/2 tsk. lyftiduft
 • 1/2 tsk. salt
 • 4 stór egg

Aðferð:

 1. Bræðið smjörið.
 2. Hrærið öllum þurrefnum saman. Bætið eggjum og kældu smjörinu saman við.
 3. Hellið í form með smjörpappír.
 4. Bakið við 190°C í 22-25 mínútur.
 5. Takið úr ofni og kælið lítillega. Berið fram með þeyttum rjóma og/eða vanilluís.
Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is