Nýir diskar frá Normann Copenhagen væntanlegir

mbl.is/Normann Copenhagen

Það eru nýir matardiskar væntanlegir frá hönnunarhúsinu Normann Copenhagen  en þeir koma í fjórum stærðum og þremur litum; hvítu, bláu og brúnu.

Nýjungin kallast Cosmic og er safn af fallegum glerdiskum sem allir bera hringlaga munstur  rétt eins og búið sé að hræra í litnum á hverjum og einum diski fyrir sig þannig að enginn er eins og annar. Diskarnir eru úr „frosnu“ gleri sem ýtir enn frekar undir litina og munstrið sem gerir borðhaldið skemmtilegra fyrir vikið. Diskarnir verða fáanlegir með haustinu og mega fara í uppþvottavél sem er alltaf kostur að okkar mati.

Nýjir matardiskar frá Normann Copenhagen - koma í fjórum stærðum …
Nýjir matardiskar frá Normann Copenhagen - koma í fjórum stærðum og þremur litum. mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is/Normann Copenhagen
mbl.is