Sláandi staðreyndir um koffín

Koffín eykur eyðsluþörfina!
Koffín eykur eyðsluþörfina! mbl.is/Getty Images_Cavan Images

Ef þú vilt forðast að eyða of miklum peningum í næstu búðarferð, þá ættirðu að forðast koffín áður en þú skundar af stað. Því samkvæmt nýrri rannsókn, getur koffín haft áhrif á innkaupin – við verðum hvatvís og eyðum þeim mun meira.

Rannsóknin var birt í Journal of Marketing, sem vísar einnig til þess að fólk eyðir ekki bara í hluti heldur líka í ferðalög og jafnvel rándýr kerti. Þeir sem drukku ekki koffín fyrir rannsóknina, voru líklegri til að eyða peningunum skynsamlegra og þá í ritföng eða eldhúsáhöld – koffínhópurinn keypti einnig fleiri hluti en hinir. Vísindamenn tóku fram að kaffi gerði kaupendur orkumeiri og að örvunin gerði einstaklingana meðvitaða um ánægjuna. Því ættum við að hugsa okkur tvisvar um hvaða drykk við leggjum inn fyrir okkar varir fyrir næstu búðarferð, ef fjárhagskvíðinn er nú þegar til staðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert