Þrjú stórsnjöll húsráð sem vert er að kunna

mbl.is/Garde Hvalsøe

Hér eru á ferðinni þrjú stórsnjöll húsráð sem gott er að kunna, því hver veit – þau gætu komið að góðum notum einn daginn.

Númer eitt

Ef ísskápurinn er með framhlið úr burstuðu stáli, setjið þá barnaolíu í örtrefjaklút og þurrkið af ísskápnum til að fá hinn fullkomna gljáa og losna við öll fingraförin.

Númer tvö

Vínrekkar (sem eru ekki í notkun) eru eins og sérhannaðir til að raða flöskum og vatnsbrúsum sem annars taka mikið pláss í skúffunum.

Númer þrjú

Til að spara pláss í skápunum undir vínglösin er ráð að snúa þeim á víxl, upp eða niður – þannig kemurðu fleiri glösum fyrir.

mbl.is
Loka