Bjóða upp á áður óþekktan lúxus í háloftunum

Ljósmynd/Emirates

Öll höfum við heyrt sögur af lúxus flugfélaginu Emirates og þá þjónustu sem farþegar á fyrsta farrými fá.

Nú hefur flugfélagið bætt um betur og sett yfir tvær billjónir dollara í að taka lúxusinn enn legra með það að markmiði að samkeppnin heyri sögunni til – að minnsta kosti þegar kemur að þægindum.

Breytingarnar verða ýmiskonar; meðal annars nýr og enn betri matseðill, vegan seðill, beint frá býli, lúxus bíó upplifun og svo síðast en ekki síst: eins mikið af kavíar og þú getur í þig látið. Til að skola góðgætinu niður verður svo boðið upp á aldrað Dom Perignon en í tilkynningu frá Emirates kemur fram að um sé að ræða samstarf sem er einstakt í sinni röð.

„Á meðan önnur flugfélög reyna draga úr þjónustu vegna verðhækkana ætlar Emirates að fara þveröfuga leið og bjóða enn betri upplifinu fyrir viðskipta vini,“ segir Tim Clark, forstjóri Emirates í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert