Sturlaðir nýir pottar í IKEA eftir Ilse Crawford

Nú fáum við fiðring í magann því það er engin önnur en Ilse Crawford sem hannar nýjustu pottalínu IKEA og útkoman er stórbrotin.

Ilse hefur hannað nýjar vörur í eldhúsið fyrir sænska húsgagnarisann Ikea, og vörurnar eru svo fallegar að þú munt ekki vilja geyma þær inni í lokuðum skápum. Vörulínan kallast ‚Finmat‘ og samanstendur af fjórum pottum og pönnum. Hvort sem þú þarft að skipta út gömlum pottum eða ekki þá eru þessir klárlega þess virði að festa kaup á – ef ekki nema bara fyrir útlitið. Því ytri áferðin á pottunum er kopar sem gerir þá glæsta til að standa í hillum sem og bera fram í – en að innanverðu eru þeir úr ryðfríu stáli. Samkvæmt heimasíðu Ikea hér á landi, þá kosta pottarnir frá 8.990 krónum.

mbl.is/Ikea
mbl.is/Ikea
mbl.is/Ikea
mbl.is/Ikea
Ilse Crawford á heiðurinn að nýrri pottalínu frá Ikea.
Ilse Crawford á heiðurinn að nýrri pottalínu frá Ikea. mbl.is/Ikea
mbl.is