Sumarhús Sarah Jessica Parker til leigu á Booking

Kæru fagurkerar og ferðalangar – haldið ykkur fast því nú er hægt að leigja sumarhús Sarah Jessica Parker í Hamptons.

Húsið er 111 fermetrar að stærð og staðsett nálægt ströndinni. Eins og gefur að skilja höfum við sérstakan áhuga á eldhúsinu sem er krúttlegt og passar vel við húsið. Við sjáum fyrir okkur að það sé fullkomið fyrir fólk í leit að kósí þægindum á geggjuðum stað en eins og flestir vita er Hamptons svæðið eitt það dýrasta og eftirsóttasta í Bandaríkjunum og gjarnan kallað sumarleyfisstaður ríka og fræga fólksins.

Það fylgir þó einn böggull þessu ágæta skammrifi því einungis verður hægt að leigja eignina í tvo daga (26.-28. ágúst) og fyrstur kemur fyrstur fær. Það er því eins gott að vera við tölvuna þegar byrjað verður að bóka en það verður þann 23. ágúst kl. 12.

Hægt er að skoða eignina í heild sinni HÉR.

Ljósmynd/Booking
Ljósmynd/Booking
Ljósmynd/Booking
mbl.is