Nýtt meistaraverk Ólafs Elíassonar er á vínekru

Ólafur Elíasson
Ólafur Elíasson mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Listamaðurinn Ólafur Elíasson sendir frá sér enn eitt meistaraverkið sem vekur ómælda gleði fyrir augað og að þessu sinni á vínbúgarði.

Ólafur ásamt arkitektinum Sebastian Behmann, hefur hannað einskonar „tjald“ eða skýli, úr hvorki meira né minna en 832 lituðum glerflísum í 24 mismunandi gegnsæjum litum. Skýlið er staðsett á vínekrunni The Donum Estate í Sonoma Valley, í hinni sólríku Kaliforníu. Glerverkið er hringlaga og 14,5 metrar í þvermál – og stendur á tólf járnsúlum sem lyfta þakinu frá jörðu. Einstaklega fallegt litalistaverk leikur um svæðið í skýlinu er sólin leggst á glerflísarnar sem endurspeglar regnbogaskuggum á jörðina. En skýlið mun þjóna þeim tilgangi að taka á móti fróðleiksþyrstum ferðamönnum sem vilja fræðast meira um vín og veigar á búgarðinum - og værum við sannarlega til í að mæta, taka þátt og bera listaverkið augum. 

Mbl.is/Adam Potts
Mbl.is/Adam Potts
Nýtt glerlistaverk á vínbúgarði frá Ólafi Elíassyni.
Nýtt glerlistaverk á vínbúgarði frá Ólafi Elíassyni. Mbl.is/Adam Potts
Mbl.is/Adam Potts
Mbl.is/Adam Potts
Mbl.is/Adam Potts
mbl.is