Snoop Dogg með nýtt morgunkorn á markað

Snoop Dogg
Snoop Dogg AFP

Frægir listamenn þarna úti eru alls ekki við eina fjölina felldir – en rapparinn Snoop Dogg var að senda frá sér morgunkorn í litríkari kantinum. Nýja morgunkornið kallast ’Snoop Loopz’ og er fyrsta varan sem Broadus Foods sendir frá sér en það er nýtt morgunkornafyrirtæki sem Snoop stofnaði ásamt rapparanum Master P.

Snoop Loopz er glúteinlaust og inniheldur D-vítamín sem og heilkorn. Það sem er áberandi á pakkninginni er lítið blátt hundalukkudýr, íklætt körfuboltatreyju í Los Angeles Lakers litunum og heldur á körfubolta. Það sem þykir þó fallegt við nýja vörumerkið er að þeir sem versla vörur frá Broadus Foods, styðja um leið kristilega sjálfseignarstofnun í Pasadena er kallast ’Door Of hope’ en stofnunin veitir fjölskyldum og einstæðum foreldrum, þak yfir höfuðið í erfiðum aðstæðum.

Nýtt morgunkorn frá rapparanum Snoop Dogg.
Nýtt morgunkorn frá rapparanum Snoop Dogg. mbl.is/Broadus Foods
mbl.is/Broadus Foods
mbl.is