Matartjaldið á Miðbakkanum er skyldustopp

mbl.is/FB_Mabrúka

Hvernig væri að fjölga menningardögunum í Reykjavík? Þá getum við notið okkar enn meira og fengið að kynnast litríku flórunni í mat og drykk - oftar yfir árið. Mabrúka verður til að mynda með matartjald sem enginn má missa af.

Safa Jemai er höfuð og herðar fyrirtækisins Mabrúku, gæðakryddana frá Túnis – sem eru handgerð, sjálfbær og heimagerður lúxus þegar kemur að kryddum. Við náðum tali af Safa sem segir spennuna vera að ná hámarki, en þau munu vera með matartjald opið á Menningarnótt næst komandi laugardag.  

„Við erum ótrúlega spennt að taka þátt í fyrsta sinn með okkar eigin viðburð. Og fáum ómetanlega hjálp frá fjölskyldu og vinum sem verða með okkur til halds og traust á Menningarnótt – eða hátt í tólf manns, hvorki meira né minna. Ég myndi segja að þessi viðburður snúist mikið um að hafa gaman saman og leyfa fólki að smakka æðislegu vefjurnar okkar með kryddinu – Mabrúka. Við verðum með þrjár tegundir af vefjum með kryddi, eins brauð með smjöri og kryddi til að smakka. Kryddin munu einnig öll vera til sýnis í tjaldinu,“ segir Safa í samtali.

Mabrúka verður með opið á Miðbakka á milli 13 og 17 – og mælum við heilshugar með að koma þar við, prófa eitthvað nýtt og smakka á gæða kryddum sem framleidd eru undir sólinni í Túnis. Viðburðinn má sjá nánar HÉR

mbl.is/FB_Mabrúka
mbl.is/FB_Mabrúka
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert