Eitt fallegasta borðstofuborð sem sést hefur

Þetta borðstofuborð frá Vipp er geggjað!
Þetta borðstofuborð frá Vipp er geggjað! mbl.is/Vipp

Við föllum kylliflöt í hvert sinn sem við sjáum nýjungar frá húsbúnaðarframleiðandanum Vipp – sem hefur toppað sig enn eina ferðina með nýju borðstofuborði.

Vipp496 Cabin, er nafn borðsins sem um ræðir og er hluti af Cabin vörulínuni þeirra. Borðið er fáanlegt með borðplötu í ljósgráum kalksteini með keim af brúnum lit – alla leið frá Búrgund í Frakklandi. Hér hefur mjúkri burstatækni verið beitt á steininn til að varðveita náttúrulegt en þó áþreifanlegt yfirborð harða kalksteinsins. Platan liggur svo á tveimur samhliða fótum úr dökkri gegnheillri eik, með útskornum lóðréttum línum. Mikið er þetta fallegt borð!

Falleg hliðarborð frá Vipp.
Falleg hliðarborð frá Vipp. mbl.is/Vipp
mbl.is