Besti barinn í Bandaríkjunum valinn

Besta kokteilabar Ameríku er að finna í New York.
Besta kokteilabar Ameríku er að finna í New York. Mbl.is/Daniel Krieger Photography

Nýverið var kokteilabarinn Attaboy í New York, krýndur sem besti barinn í Norður-Ameríku og ekki að ástæðulausu.

Verðlaun voru veitt fyrir 50 bestu barina og það var Attaboy sem hreppti titilinn í ár. Barinn var stofnaður af Michael McIlroy og Samuel Ross árið 2012 og hefur síðan þá verið álitinn einn besti kokteilastaður landsins. Það var þó ekki fyrr en tíu árum seinna eða í ár, sem þeir hömpuðu fyrsta sætinu með Haley Traub sem titlaðan yfir-blandari á kokteilum hússins og gerir það svo sannarlega vel. Stofnendur Attaboy hafa einnig komið við sögu á barnum Milk & Honey, sem hóf handverks kokteilabrjálæðið í New York í upphafi nýrrar aldar – og sló í gegn víðsvegar um landið. Og þess má geta að Attaboy er staðsettur í gamla rýminu sem áður hýsti Milk & Honey.                                                   

Það voru nokkrir aðrir merkir barir sem rötuðu á fyrrnefndan listann, t.d. Katana Kitten í New York sem hampaði fjórða sætinu og Kumiko í Chicago í því fimmta. Eins má sjá Café La Trova sem staðsettur er í Miami fylgja þar fast á eftir. Við myndum aldrei slá hendinni á móti því að taka rúntinn um Ameríku og sannreyna alla þessa fínu kokteila og staði sjálf, ef það myndi bjóðast.

mbl.is