Leynitrixið sem allir bakarar eiga að kunna

Við höfum verið að nota kolranga aðferð við að þrífa …
Við höfum verið að nota kolranga aðferð við að þrífa deig úr skálum. mbl.is/

Allir sem hafa bakað bollur eða brauð, vita að deigið situr alltaf sem fastast eftir í skálinni eða á uppþvottaburstanum. En hvað er til ráða? Jú, nákvæmlega þetta húsráð hér sem þú mátt ekki missa af.

Nýbakað brauð eða bollur eru eitt það besta sem við færum á borðið fyrir fjölskylduna um helgar, en þegar kemur að því að þrífa og ganga frá, þá færist annað hljóð í okkur. Því deigið á það til að festast óþarflega mikið í uppþvottaburstanum er við þrífum skálina. Flest okkar skrúfa beint frá heita vatninu og byrja að hamast með burstanum á skítugri skálinni, á meðan við ættum að vera gera alveg þveröfugt. Leyndarmálið í þessu tilviki er að nota kalt vatn, því það virkar best þegar þú þarft að fjarlægja deigrestarnar. Þetta litla leynitrix mun auðvelda svo margt er við hendumst næst í helgarbaksturinn.

mbl.is
Loka