Tók eldhús í Vestmannaeyjum alveg í gegn

Sjáið þetta veggfóður! Gerir heilmikið fyrir heildarútltið.
Sjáið þetta veggfóður! Gerir heilmikið fyrir heildarútltið. Mbl.is/Mynd aðsend

Það þarf oft ekki að rífa allt út og kaupa nýtt, þegar margar aðrar lausnir eru fyrir hendi. María Pétursdóttir hefur sýnt okkur það og sannað með eldhúsinu sem hún tók í gegn – og útkoman er geggjuð.

María og fjölskylda keyptu húsið fyrir 15 árum síðan í Vestmannaeyjum, og hafa þau smátt og smátt verið að taka húsið í gegn. María er mikill fagurkeri og hefur mjög gaman að því að fegra heimilið og gera fínt í kringum sig og sína, hún segir í samtali að það sé eitt hennar helsta áhugamál. „Eldhúsið var í góðu lagi en mig langaði að dekkja það í takt við önnur rými á miðhæðinni. Ég sá það betur á myndunum eftir að heimilið okkar birtist í þriðja tölublaði Húsa og híbýla á síðasta ári – að eldhúsið passaði ekki lengur inn í heildarmyndina. Innréttingin var í 100% standi, en það vantaði bara útlitsbreytingu. Ég hugsaði um að kaupa aðra fronta á innréttinguna, en nýtnin í mér hugsaði einnig hvað ég ætti þá að gera við gömlu innréttinguna“, segir María. Það var þarna sem að hugmyndin um að filma innréttinguna kom til. „Til þess að fara yfir í svarta tóna, þurfti ýmsu að breyta – svo að ég byrjaði að kaupa smátt og smátt. Við vildum til dæmis hafa efri skápana hærri og svarta að innan, síðan skiptum við út bakaraofnunum, ljósunum, færðum okkur yfir í frístandandi ruslafötu, breyttum sætunum á stólunum ásamt öllum tenglum og rofum“, segir María.

Mögnuð breyting á þessu eldhúsi í Eyjum.
Mögnuð breyting á þessu eldhúsi í Eyjum. Mbl.is/Mynd aðsend

Settu veggfóður á vegginn
María segir í samtali að þau hafi keypt nýtt borðstofuborð og nýttu þar að leiðandi gamla borðstofuborðið úr gegnheilli hnotu sem var heilir 3 metrar að lengd – í eldhúsbekkinn og eyjuna. „Platan var söguð og lakkið pússað af henni, ég olíubar hana síðan. Ég rakst síðan á geggjað veggfóður hjá Sérefni og ákvað að veggfóðra parketlagða vegginn sem fyrir var í eldhúsinu. Veggfóðrið passaði svo vel við litapallettuna hér hjá okkur og þetta er í raun veggmynd eftir máli sem við settum vörn yfir til að auðvelda þrifin – og ég er alsæl með þetta. Ég hef talsvert notað veggfóður hér heima, til að mynda inn á baðherbergi og er nýlega búin að skipta þar út – en veggfóðrið sem áður var hefur hangið í næstum 11 ár“, segir María.

Ísskápurinn var einnig filmaður.
Ísskápurinn var einnig filmaður. Mbl.is/Mynd aðsend

Ferlið tók þrjá daga
Smátt og smátt skiptu þau út minni eldhústækjunum, yfir í svart og þá var bara eftir að filma innréttinguna sjálfa. „Hönnun og skart innréttingaklæðningar tóku það að sér að filma og komu til Eyja. Ég keypti nýjar höldur og þau sáu um rest – tóku alla fronta af, hreinsuðu þá og fylltu í gömlu götin, filmuðu innréttinguna að utan og innan og settu allt upp aftur. Eins voru allir kantar, áfellur, ljósakappi, sökklar og annað tilheyrandi filmað – meira segja ísskápurinn. Við völdum svart burstað stál á ísskápinn og svarta viðarfilmu á innréttinguna, en ferlið tók um þrjá daga og þá var allt orðið klárt og húsfrúin hæstánægð“, segir María að lokum.

Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
Mbl.is/Mynd aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert