Leif Sørensen á KOKS gestakokkur á Slippnum

Gísli Matthías og Leif Sørensen
Gísli Matthías og Leif Sørensen Ljósmynd/Aðsend

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að matarhátíðin Matey verður haldin í Vestmannaeyjum helgina 8.-10. september. Þar taka veitingastaðir bæjarins ásamt hagsmunaaðilum sig saman og blása til allsherjarveislu þar sem sjávarfang er í forgrunni og sköpunargleðin í algleymi.

Fjölmargir gestakokkar verða á hátíðinni og þar er sjálfsagt fremstur í flokki Leif Sørensen sem alla jafna er kenndur við færeyska michelin staðinn KOKS.

Sørensen mun galdra fram girnilegar kræsingar á Slippnum þar sem Gísli Matthías Auðunnsson fer með tögl og haldir og eiga aðdáendur norrænnar matargerðar von á stórkostlegri veislu.

Hægt er að bóka borð á DineOut og ætti enginn sannur matgæðingur að láta þennan viðburð framhjá sér fara.

mbl.is
Loka