Maturinn sem flugfreyja ráðleggur fólki að forðast

Fyrrum flugfreyjan Kat Kalmani deilir góðum ferðaráðum á TikTok en hún starfaði sem flugfreyja í sex ár. Eitt af því sem hún leggur áherslu á er að þiggja ekki heitt vatn um borð í flugvél – en það er notað í kaffi og te.

Ástæðuna segir hún einfalda. Brúsarnir eru þrifnir milli fluga en kaffivélarnar sjálfar (sem einnig hita vatnið) eru aldrei þrifnar og eru aukinheldur staðsettar við hliðina á salerninu.

Það eru heilmikil sannindi í orðum Kalmani en Hunter College NYC Food Policy Center við Háskólann í New York rannsakaði einmitt drykkjarhæfni flugvélavatns og komst að því að sjö af hverjum tíu flugfélögum byðu ekki upp upp á drykkjarhæft vatn og beindu þeim tilmælum til fólks að drekka einungis vatn úr innsigluðum umbúðum.

@katkamalani

Oh and please dont walk around with your shoes off 🤢

♬ original sound - Kat Kamalani
mbl.is