Ofur svalt eldhús í skandinavískum stíl

Ljósmynd: Anders Bergstedt/Alvhem

Þetta undurfagra eldhús er að finna í Gautaborg og er eins skandinavískt og hugsast getur. Ljósir tónar ráða ríkjum og leikur sérsmíðuð eldhúsinnréttingin aðalhlutverkið með shaker hurðum og ógnarsmart höldum.

Marmaraborðplatan kemur vel út og svartur kraninn kallast á við veggljósið sem tekur eldhúsið á næsta plan. Engir efri skápar en innbyggð heimilistæki eins og kostur er tryggja stílhreint og fallegt rými.

Áhuga vekur að íbúðin sjálf er fremur lítil eða um 58 fermetrar. Hins vegar er eldhúsið rúmgott og bjart sem verður að teljast óvenjuleg ráðstöfun á rými en við erum að elska það.

Engin eyja er í eldhúsinu en nægt gólfrými og fær eldhúsborðið – sem jafnframt er borðstofuborð – nægt rými.

Ljósmyndir: Anders Bergstedt for Alvhem

Ljósmynd: Anders Bergstedt/Alvhem
Ljósmynd: Anders Bergstedt/Alvhem
Ljósmynd: Anders Bergstedt/Alvhem
Ljósmynd: Anders Bergstedt/Alvhem
Ljósmynd: Anders Bergstedt/Alvhem
Ljósmynd: Anders Bergstedt/Alvhem
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert